Þriðjungurinn fer til Rússlands

Deila:

Fyrstu fjóra mánuði ársins fluttu Færeyingar út sjávarafurðir að verðmæti um 43 milljarðar íslenskra króna. Það er aukning frá sama tímabili í fyrra um 7% og munar þar mestu um vöxt í útflutningi á uppsjávarfiski og laxi. Þrátt fyrir þessa verðmætaaukningu dregst magnið saman um 28% og munar þar mest um uppsjávarfisk og fiskimjöl og lýsi. Þriðjungurinn fer til Rússlands

Þegar litið er á verðmætin ber laxinn höfuð og herðar yfir aðrar afurðir með 19,8 milljarða, sem er aukning um 13%. Helmingur laxins er fluttur út til Rússlands og Bandaríkjanna. Næst kemur uppsjávarfiskurinn en útflutningsverðmæti hans var 10,5 milljarðar króna og er það 33% aukning frá sama tímabili í fyrra.  Verðmæti útflutts botnfisks var nú 6,4 milljarðar króna, sem er 5% samdráttur.

Magntölur líta nokkuð öðruvísi út. Þar er uppsjávarfiskurinn, makríll, síld og kolmunni, efst á blaði. Af þessum tegundum fóru utan 73.695 tonn, sem er samdráttur um 20.020 tonn eða 21%. Útflutningur á laxi nam 20.284 tonnum, sem er samdráttur um 3% og af botnfiski voru seld 13.826 tonn, sem er 9% minna en á sama tíma í fyrra.

Mest af útflutningnum þessa fjóra mánuði hefur verið til Rússlands, Bretlands og Bandaríkjanna. Um það bil þriðjungur hefur farið til Rússlands, en Rússar greiddu 13,5 milljarða íslenskra króna fyrir færeyskar sjávarafurðir á tímabilinu. 10% afurðanna fóru til Bretland og gaf það 4,3 milljarða og 9% fóru til Bandaríkjanna.

40% af útflutningnum til Rússlands er lax, 30% makríll og síld 20%. 40%. Af því sem fór til Bretlands er lax og 25% þorskur. Til Bandaríkjanna fór nær eingöngu lax, eða 97% af heildarútflutningi þangað.

 

 

Deila: