Viðbótarúthlutun í makríl

Deila:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um ráðstöfun 2.000 tonna viðbótaraflaheimilda í makríl á árinu 2017. Á grundvelli hennar er hægt að sækja um viðbótarúthlutun fyrir báta sem ætlunin er að stundi makrílaveiðar með línu og handfæri.

Bátar þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði fyrir viðbótarúthlutun:

  • Línu- og handfærabátur styttri en 15 metrar og minni en 30 brúttótonn
  • Báturinn hafi veitt 80% af úthlutuðum aflaheimildum sínum eða hafi fengið úthlutun undir 27 lestum eða hafi ekki fengið úthlutun.
  • Báturinn hafi veitt 80% af úthlutuðum viðbótaraflaheimildum skv. reglugerð 696/2017 um ráðstöfun 2.000 tonna viðbótaraflaheimilda í makríl á árinu 2017.
  • Báturinn hafi veiðileyfi með aflamarki eða krókaaflamarki.
  • Makrílveiðileyfi þarf til að stunda makrílveiðar og kostar slíkt leyfi 22 þúsund kr. Aðeins bátar sem ekki hafa gilt veiðileyfi þurfa að sækja um.

 

Svona fer viðbótarúthlutun fram:

  • Heimilt er að úthluta allt að 35 lestum í senn á hvern bát
  • Gjald fyrir viðbótarúthlutun er 2,78 kr/kg til 1. september en þá hækkar gjaldið í 3,27 kr/kg (að auki verður veiðigjald innheimt síðar eins og fyrir annan afla í samræmi við reglur þar að lútandi)
  • Úthlutað verður vikulega á meðan viðbótaraflaheimildum er óráðstafað
  • Umsóknir þurfa að berast fyrir lok föstudags
  • Umsóknir eru afgreiddar fyrsta virka dag vikunnar eftir og greiðsluseðlar sendir í heimabanka. Greiða þarf fyrir viðbótaraflaheimildina fyrir lok annars virka dags vikunnar.
  • Úthlutunin fer fram í kjölfarið.
  • Heimilt er að sækja um aftur þegar 80% af fyrri viðbótarúthlutun hefur verið veidd
  • Viðbótaraflaheimildir eru óframseljanlegar

 

Úthlutun fer fram vikulega:

  • Umsóknarfrestur er til loka föstudags
  • Greiðsluseðlar eru sendir út á mánudögum og greiða þarf í heimabanka fyrir fengna úthlutun fyrir lok þriðjudags.
  • Viðbótarúthlutun skráist á skip á miðvikudeginum

 

Deila: