Frestur til mánaðamóta

Deila:

Samkvæmt reglugerðarákvæði og með hliðsjón af stjórnsýslulögum verða umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflahlutdeilda og krókaaflahlutdeilda milli skipa, ásamt fullnægjandi fylgigögnum, að hafa borist Fiskistofu eigi síðar en 31. júlí 2017, eigi flutningurinn að hafa áhrif á úthlutun fiskveiðiársins 2017/2018.

Næsta fiskveiðiár hefst fyrsta september næstkomandi.

Deila: