Síðasti dagur til umsókna um makríl
Fiskistofa bendir á að í dag, föstudag 4.ágúst, er síðasti dagur til að sækja um veiðiheimildir í makríl sem úthlutað verður í næstu viku.
Greiða skjal gjald fyrir úthlutaðar heimildir sem nemur 2,78 kr/kg og hámarksúthlutun er 35 tonn.
Eyðublað fyrir umsókn um úthlutun
Bátar sem ekki hafa fengið úthlutun byggða á veiðireynslu og sækja um sérstaka úthlutun skulu hafa sérstakt veiðileyfi.
Umsókn um leyfi til makrílveiða fyrir báta sem eingöngu fá viðbótarúthlutun
Aðrir skulu sækja um veiðileyfi í Ugga .
Verð veiðileyfis er 22.000 kr.
Umsóknir skulu sendar á fiskistofa@fiskistofa.is.
Á myndinni eru makrílbátar við Keflavíkurhöfn í gær. Ljósmynd Hjörtur Gíslason.