Hildur til SFS
Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum, hefur verið ráðin til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, (SFS). Hildur er með BSc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráðu með sérhæfingu í umhverfis- og samfélagsábyrgð frá Griffith University í Brisbane í Ástralíu.
Verkefni tengd umhverfismálum í víðu samhengi eru sífellt að verða fyrirferðarmeiri í störfum SFS. Þörf er á stefnumörkun samtakanna í umhverfismálum og frumkvæði í samtali við bæði félagsmenn, stjórnvöld og samfélagið. Hildur þekkir vel til sjávarútvegs og umhverfismála, en hún hefur undanfarin þrjú ár unnið að umhverfis- og markaðstengdum verkefnum hjá Brim (áður HB Granda) og stjórnaði meðal annars vinnu við gerð samfélagsskýrslu félagsins.