Meira utan af óunnum fiski

Deila:

Stöðug aukning hefur verið á útflutningi á óunnum fiski undanfarin ár. Markaðsfyrirtækið Sea Data Center, hefur tekið saman upplýsingar um útflutninginn og er þær að finna á heimasíðu fyrirtækisins seadatacenter.com

Vöxturinn í þessum útflutningi hefur verið stöðugur frá árinu 2014, að frátöldu árinu 2017, þegar sjómenn voru í verkfalli fyrri hluta vetrar. Frá árinu 2014 til 2019 hafa samtals 200.000 tonn af öllum tegundum farið utan óunnin. Aukningin milli áranna 2015 og 2015 var rúmlega 3.600 tonn. Útflutningurinn meira en tvöfaldaðist á næsta ári og jókst um 7.600 tonn. Síðan varð 1.000 tonna samdráttur 2017, en á árinu á eftir varð vöxturinn meira en 15.000 tonn.

Það sem af er þessu ári hafa verið flutt utan allt að 35.000 tonn. Mest af þessum fiski er karfi, en meira en 10.000 tonn af honum hafa farið utan nú.

 

 

Deila: