Frestur til flutnings aflaheimilda til 15. sept.

Deila:

Umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi aflamarks og krókaaflamarks á fiskveiðiárinu 2016/2017 verða að hafa borist Fiskistofu fyrir miðnætti þann 15. september nk.

Kveðið á um frest til að flytja aflamark/krókaaflamark á milli fiskiskipa í reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2016/2017. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða endursendar.

Fiskistofa hvetur handhafa aflaheimilda til að ljúka færslum á aflaheimildum við lok fiskveiðiársins í góðum tíma.

 

Deila: