Váleg tíðindi

Deila:

„Þegar skoðaðar eru aflatölur fyrstu 7 mánuði ársins og þær bornar saman við sama tímabil í fyrra sést vel hversu gríðarleg áhrif verkfallið hefur haft.  Þetta eru váleg tíðindi,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda. Er þar vísað til verkfalls sjómanna í vetur, sem stóð í um tvo mánuði.

Hagstofan hefur sent frá sér talnaefni um afla á Íslandsmiðum í júlí og 12 mánaða samantekt ágúst 2016 – júlí 2017, þar sem þetta kemur fram.

„Afli dregst saman í öllum helstu botnfisktegundunum:

Þorskur minnkar um 20 þúsund tonn milli ára (-12,6%), ýsa um 3 þúsund tonn   (-13,1%), ufsi um 5 þúsund tonn   (-15,2%), karfi um 8 þúsund tonn  (-21,5%) og steinbítur rúm 900 tonn  (-13,0%).

Heildarafli í þessum fimm tegundum nú var rúm 220 þúsund tonn, sem er 37 þúsund tonnum minna en á sama tímabil í fyrra (-14,3%).

Áhugavert er einnig að skoða 12 mánaða tímabil – ágúst 2016 – júlí 2017 og bera saman við árið á undan.

Samanlagður afli í þorski, ýsu, ufsa, karfa og steinbít var 388 þúsund tonn sem er um 33 þúsund tonnum minna (-7,7%) en ágúst 2015 – júlí 2016.   Mestur var samdrátturinn í þorski rúm 14 þúsund tonn (-5,6%) og karfa um 8 þúsund tonn (-12,3%),“ segir á heimasíðunni.

 

Deila: