Þórsnes landaði 100 tonnum af grálúðu
Hið nýja Þórsnes SH 109 Kom til hafnar á Akureyri í síðustu viku og landaði um 100 tonnum af grálúðu sem fryst er um borð. Báturinn er með 6 trossur sem eru með 70 net i hverri. Hefur sá hátturinn verið hafður að byrjað er að draga um klukkan 6 á morgnana og hætt um klukkan 21.
Alls eru 16 menn í áhöfn og skipið er úti i 16 daga og síðan er fjögurra daga innivera. Að sögn Margeirs Jóhannssonar skipstjóra hefur veiðin verið góð og verðið á afurðunum með besta móti enda fer ekkert frá borði þar sem hausar og sporðar ásamt búknum eru hirtir.
Mynd og frétt af skipasíðu Þorgeirs Baldurssonar http://thorgeirbald.123.is/