Tveir heppnir lesendur Kvótans fá boðsmiða á tónleika Dire Straits Experience í Hörpu 10. september

Deila:

Nýtt fiskveiðiár er að byrja um mánaðamótin og af því tilefni ætlar Kvótinn að bregða á leik og bjóða tveimur heppnum lesendum og mökum þeirra á tónleika hljómsveitarinnar Dire Straits Experience, sem skipuð er tveimur fyrrverandi liðsmönnum bresku rokksveitarinnar Dire Straits, í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 10. september 2017.

Um þessar mundir eru 40 ár frá því Dire Straits kom fram á sjónarsviðið og naut hljómsveitin mikilla vinsælda þau 15 ár sem hún starfaði og skildi eftir sig margar að perlum rokksögunnar, s.s. lögin Sultans of Swing, Tunnel of Love, Romeo and Juliet, So Far Away, Walk of Life, Brothers in Arms og Money for Nothing, , svo nokkur séu nefnd. Hafa plötur hljómsveitarinnar selst í yfir 120 milljónum eintaka og orðstír hennar bara aukist, samhliða því sem ungt fólk hefur uppgötvað tónlistina og bæst í aðdáendahópinn.

DSE-3

Arfleifð Dire Straits lifir áfram í hljómsveitinni Dire Straits Experience sem flutt hefur þessar perlur rokksögunnar fyrir fullu húsi vítt og breytt um Evrópu. Hljómsveitna skipa saxafónleikarinn Chris White og trommuleikarinn Chris Whitten, sem spiluðu báðir í Dire Straits með goðsögninni Mark Knpfler, söngvarinn og gítarleikarinn Terence Reis, hljómborðsleikararnir Simon Carter og Danny Schogger, bassaleikarinn Paul Geary og gítarleikarinn Tim Walters. Þeir eru allir þrautreyndir hljóðfæraleikarar og hafa unnið með mörgum af virtustu tónlistarmönnum Bretlands og má þar m.a. nefna rokkgoðsagnir eins og Paul McCartney, David Bowie, Mick Jagger, Eric Clapton, Van Morrison, David Gilmour, Elton John, Tinu Turner, Tom Jones og Sheryl Crow, ásamt Mark Knopfler að sjálfsögðu.

Dire Straits Experience kemur hingað frá Noregi og héðan liggur leiðin til Finnlands, Ísraels og meginlands Evrópu. Tónleikarnir í Hörpu, sunnudaginn 10. september nk., hefjast kl. 20 og er miðaverð á bilinu 6.990 -11.990 krónur. Miðar á tónleikana eru til sölu í miðasölu Hörpu og einnig á harpa.is og tix.is.

Til að vera með í miðalottói Kvótans á tónleika Dires Straits Experience eru lesendur beðnir um að líka við Facebooksíðu Kvótans og skrá sig til leiks í ummælum við þessa færlsu á Facebook. Nöfn vinningshafanna birt hér á vefnum og á Facebooksíðu Kvótans fimmtudaginn 31. ágúst.

DSE-2-chris white

 

 

Deila: