Rækjuréttur með hvítlauk og sætri chillisósu

Deila:

Rækja er yndislegur matur og fátt ferskara og hollara en íslensk kaldsjávarrækja. Rækjuveiðar við Ísland eru með minnsta móti þessi misserin, en kaldsjávarrækja veiðist við allt Norður-Atlantshaf, frá Kanada í vestri að Svalbarða og Beringshafi í austri. Þessa uppskrift að góðum rækjurétti fundum við á netinu á eldum.is og deilum henni hér með lesendum kvótans. Virkilega góður réttur.

Innihald:

1 kg rækjur
1 dl olía frá Ísíó4
4 tsk chilliduft
4 hvítlauksrif
2 paprikur – ein rauð og og ein gul

Skolið rækjurnar og setjið í skál, blandið saman við olíunni, chilliduftinu og saxið hvítlaukinn smátt og setjið út í.  Skerið paprikuna í litla bita og blandið saman við allt.  Látið þetta standa inn í ísskáp í klukkustund áður en borið er fram.  Það er líka mjög gott að gera þennan rétt deginum áður.

Chillisósa

1 dós sýrður rjómi
2 msk majónes
2 msk rifsberjahlaup
2 tsk chilliduft

Blandið öllu vel saman og látið standa í ísskápnum í klukkustund áður en borið er fram.  Það er eins með sósuna eins og rækjurnar, það er gott að gera þetta deginum áður.

Þessi réttur hentar bæði sem forréttur og þá er gott að rista brauð með honum og eins er gott að hafa hann sem aðalrétt og þá með  góðu brauði og salati.

 

Deila: