Mikið af smárri ýsu við Færeyjar
Mikið var að sjá af smárri ýsu í sumarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Magnusar Heinasonar nú í ágúst. Magnið af ýsunni nú var þrefalt meira en í fyrra.
Heldur meira fékkst af þorski en í fyrra, en svipað og árið 2015. Minna varð nú vart við ufsa. Kannanir á magainnihaldi sýndu mikið var um sandsíli á grynnra vatni en 150 metrar.
Leiðangurinn er hluti að rannsóknum til að byggja á stofnstærðarmat fyrir helstu fiskitegundir við Færeyjar.