Ólöglegar veiðar verði stöðvaðar

Deila:

Helsta viðfangsefni sjávarútvegsráðherra við norðanvert Atlantshafið var verndun og nýting lífríkis hafsins og hvernig ná mætti þeim markmiðum. Þetta var 22. fundur sjávarútvegsráðherra þessara landa og nú voru Kanadamenn gestgjafar. Löndin sem töku þátt í fundinum voru Kanada, Ísland, Færeyjar, Evrópubandbandið, Grænland, Noregur og Rússland. Fundurinn var haldin nú í vikunni.

Sjávarútvegsráðherrarnir lögðu áherslu á þýðingu þess að verja víðfeðm hafsvæði til að leggja grunn að sjálfbærum fiskveiðum og ábyrga stjórnum á höfunum. Í því sambandi er undirstrikað að rannsóknir nái yfir lífríkið allt þannig að þær taki bæði til fiskistofna og umhverfisins sem heildar. Þessi leið sé hornsteinninn undir ábyrgri fiskveiðistjórnun og nýtingu auðlinda hafsins.

Högni Hoydal var í forystu færeysku sendinefndarinnar. Samkvæmt frétt á heimasíðu færeyska sjávarútvegsráðuneytisins lagði hann áherslu á rétt þjóða til að nýta allar auðlindir hafsins á sjálfbæran hátt. Verndun hafsvæða eigi ekki að hafa það markmið að takmarka sjálfbærar veiðar, heldur að styrkja varanlega nýtingu auðlinda hafsins.

Ráðherrarnir stóru saman að samþykkt um að halda áfram að efla og þróa vísindalegt samstarf á milli landanna.

Ólöglegar, óskráðar og stjórnlausar veiðar voru einnig viðfangsefni fundarins. Ráðherrarnir voru sammála um að slíkar veiðar séu ógn við sjálfbærum veiðum og löglegum viðskiptum með fiskafurðir. Lögðu þeir áherslu á aðgerðir til að koma í veg fyrir ólöglegar veiðar í samræmi við alþjóðlegar samþykktir.

Fundinn sátu Ilya Shestakvo, ráðherra sjávarútvegsmála í Rússlandi, Karl-Christian Kruse, sjávarútvegsráðherra Grænlands, Karmenu Vella, framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála ESB, Dominic LeBlanc, sjávarútvegsráðherra Kanada, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirsjávarútvegsráðherra Íslands, Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja og Arne Benjaminsen, ráðuneytisstjóri norska sjávarútvegsráðuneytisins.

Fréttatilkynningu frá fundinum má lesa hér hér

 

Deila: