Tíu bátar fengu viðbótarúthlutun í makríl

Deila:

Úthlutað hefur verið viðbótaraflaheimildum í makríl vegna umsókna sem bárust fyrir rúmri viku. Fjöldi umsókna að þessu sinni voru 16 og voru 10 samþykktar. Öðrum umsóknum var hafnað þar sem skip uppfylltu ekki kröfu um veiðiskyldu, stærðarmörk eða greiðslu.

Úthlutunin að þessu sinni var 350.000 kg. Heildarúthlutun þessa árs er því 1.470.000 kg og því eru 530.000 kg eftir í pottinum sem verða til sölu í næstu viku. Sækja þarf um úthlutun þessarar viku fyrir lok föstudags.

Rétt er að benda á að frá og með næstu úthlutun þá hækkar gjald fyrir hvert kíló úr 2,78 kr. í 3,27krónur í samræmi við ákvæði reglugerðar 696/2017 um ráðstöfun 2.000 tonna viðbótaraflaheimilda í makríl á árinu 2017.

 

Eftirfarandi skip fengu úthlutun:
Skip nr. Heiti Magn (kg)
1829 Máni ÁR-70 35.000
1887 Máni II ÁR-7 35.000
1986 Ísak AK-67 35.000
2714 Óli Gísla GK-112 35.000
7040 Eiður EA-13 35.000
2775 Skalli HU-33 35.000
2405 Andey GK-66 35.000
2419 Rán SH-307 35.000
1852 Agnar BA-125 35.000
2800 Tryggvi Eðvarðs SH-2 35.000
2099 Íslandsbersi HU-113 35.000

 

Deila: