IceFish 2017 hefst í dag

Deila:

Íslenska sjávarútvegssýningin, eða IceFish eins og hún er oftast nefnd, hefst í dag, miðvikudag. Gestir og sýnendur frá öllum heimshornum hafa boðað komu sína í Smárann í Kópavogi dagana 13.-15. september.

Íslenska sjávarútvegssýningin hóf göngu sína árið 1984 og er haldin á þriggja ára fresti. Þar bjóða sýnendur upp á það nýjasta í tækni, framleiðslu og þjónustu til handa gestum að njóta og hugsanlegum kaupendum frá öllum sviðum atvinnuveiða og tengdum greinum í sjávarútvegi. Yfir 500 fyrirtæki og vöruflokkar til sýnis og aldrei hafa erlendur sýnendur verið fleiri. Á seinustu sýningu komu yfir 15 þúsund gestir og nú þegar hafa forskráð sig gestir frá um 40 þjóðlöndum frá sex heimsálfum.

Nýjar vörur verða til sýnis frá m.a. Skaginn 3X sem mun sýna smærri útgáfu af háþróuðu kælikerfi sínu (á bási B22), og færeyska fyrirtækið Vónin mun sýna helstu nýjungar sínar, þar á meðal Flyer, Tornado og Storm toghlera á bási O2e.

Sjávarútvegssýningin býður upp á margar nýjungar að þessu sinni, þar á meðal hið glænýja IceFish-app sem gefur sýnendum og gestum kost á einstökum aðgang að margs konar þjónustu, þar á meðal gagnvirku korti sem gerir kleift að rata auðveldlega um sýninguna og skilaboðaþjónustu sem auðveldar sýnendum að halda viðskiptum áfram fyrir utan sjálfa sýninguna. Appið fæst nú í öllum app-verslunum á Netinu, kíkið á bit.ly/2eIgF92 til að hlaða appinu niður.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Ármann Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, munu opna sýninguna formlega:

„Óhætt er að segja að Íslenska sjávarútvegssýningin hefur aldrei verið glæsilegri. Það er sérlega þýðingarmikið fyrir okkur Íslendinga að sýning sem þessi sé haldin hér á landi en hún endurspeglar kraftinn sem býr í íslenskum sjávarútvegi. Íslenska sjávarútvegssýningin hjálpar okkur að ná markmiðum okkar sem fiskveiðiþjóð,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

 

 

 

Deila: