Undirrita yfirlýsingu um samstarf
Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Íslenska Sjávarklasans og Barbara Rasco, deildarforseti matvælavísindadeildar fylkisháskólans í Washington fylki í Bandaríkjunum (Washington State University) hafa undirritað yfirlýsingu um samstarf um rannsóknir og þróun á sviði fullnýtingar sjávarafurða.
Í háskólanum í Washington er starfrækt öflug matvæladeild með áherslu á starfsemi á ýmsum sviðum sem tengist sjálfbærni, sem án efa mun verða eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki innan Íslenska sjávarklasans að tengjast með beinum hætti. Að sama skapi hefur reynsla og þekking íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á fullvinnslu sjávarafurða vakið athygli háskólans. Unnið er að stofnun sjávarklasa að íslenskri fyrirmynd í Seattle í Bandaríkjunum og er samstarf klasans og Washingtonháskóla liður í þeirri vinnu.
Á meðfylgjandi mynd frá undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar eru auk Þórs Sigfússonar, Barbara Rasco og Ragnheiður Elín Árnaóttir sem einnig var viðstödd, en hún vinnur að undirbúningi stofnunar sjávarklasans í Seattle.