Nýr Bárður SH verður stærsti trefjaplastbátur landsins

Deila:

Pétur Pétursson, útgerðarmaður og skipstjóri á Arnarstapa skrifaði í síðustu viku undir samning við dönsku skipasmíðastöðina Bredgaard Bådeværft um smíði á nýjum báti. Samningurinn var undirritaður á Íslensku sjávarútvegssýningunni sem haldin var í Kópavogi.

Nýi báturinn mun leysa af hólmi hinn fengsæla Bárð SH-81 sem Pétur hefur gert út síðan 2001. Pétur hóf útgerð frá Arnarstapa árið 1983 á sínum fyrsta Bárði, sem var rúmlega tveggja tonna trébátur. Síðan þá hafa bátarnir farið stækkandi. Nýr Bárður verður þannig stærsti trefjaplastbátur sem íslenskur útgerðarmaður hefur látið smíða; 25,18 metra langur, sjö metra breiður og mun rista 2,5 metra. Verður hann því umtalsvert stærri en sá Bárður sem gerður er út nú. Sá er 15 metra langur plastbátur, rúmlega fjögurra metra breiður og ristir 1,5 metra.
Ljósmynd: af

http://skessuhorn.is/2017/09/21/nyr-bardur-sh-verdur-staersti-trefjaplastbatur-landsins/

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

 

 

Deila: