Steinþór til liðs við LVF

Deila:

Steinþór Pétursson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri hjá Loðnuvinnslunni. Hann tekur við af Halldóri Snjólaugssyni sem hefur starfað hjá okkur í 20 ár.
Steinþór er 55 ára og hefur starfað sem framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna sl. 10 ár, þar áður sem sveitarstjóri í Búðahreppi og Austurbyggð í 12 ár.

Steinþór Pétursson.

Steinþór Pétursson.

„Við bjóðum Steinþór velkominn til starfa og þökkum jafnframt Halldóri fyrir góð störf í þágu Loðnuvinnslunnar,“ segir á heimasíðu fyrirtækisins.

Deila: