Hættur og kominn í land

Deila:

„Ég er hættur og kominn í land, þetta er orðið fínt,“ segir Georg Eiður Arnarson, skipstjóri á Blíðu VE-26, sem hefur stundað sjóinn í þrjátíu ár frá Vestmannaeyjum, lengst af með eigin útgerð. „Kvótakerfið hefur ekki hjálpað manni en svo er þetta líka bara spurning um að allt hefur sinn tíma,“ segir hann í samtali á ruv.is.

„Ég fór svosem ekki langt, er í vinnu hjá höfninni og svo getur maður alltaf skroppið á sjóinn. Mér finnst það ennþá gaman, eins og til dæmis að skreppa með ykkur hér í dag,“ segir Georg en hann sigldi með tvo af umsjónarmönnum Landans rétt út fyrir Heimaey þegar fyrsti þáttur vetrarins var í undirbúningi.

Það bar bara þokkalega vel í veiði hjá landkröbbunum, undir leiðsögn Georgs, nokkrir vænir þorskar og ein langa. „Þorskurinn er í góðu standi og drjúgt af honum þannig að það þarf ekki mikið að hafa fyrir því að veiða í soðið.“

 

Deila: