Plast – Veiðarfæri og annað rusl í hafi

Deila:

Haraldur A. Einarsson fiskifræðingur heldur erindið Plast – Veiðarfæri og annað rusl í hafi á málstofu Hafrannsóknastofnunar í dag, miðvikudaginn 4. október.

Erindið verður haldið í fyrirlestrarsal Sjávarútvegshússins, Skúlagötu 4, 1. hæð og hefst kl. 12:30.

Haraldur Einarsson fiskifræðingur

Málstofunni verður streymt á YouTube-rás Hafrannsóknastofnunar.

Ágrip

Stærsti hluti nútíma veiðarfæra eru gerð úr plastefnum. Tapist þau eða enda í hafi af öðrum orsökum verða þau að rusli sem rekur á fjörur, leggst á hafsbotninn eða rekur um höfin sem „drauganet“ áður en þau falla saman. Að lokum brotnar plastefnið niður í smá agnir en plastagnir eru taldar geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í lífríki hafsins. Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvaða reglur gilda á Íslandi um skráningu tapaðra veiðarfæra og mat á magni þeirra hér við land, auk þess sem fjallað verður um hvernig endurvinnslu er háttað. Einnig verður farið yfir þær skráningar sem gerðar eru á plastrusli og töpuðum veiðarfærum sem vart verður við í vöktunarleiðöngrum Hafrannsóknastofnunar.

Fyrirlesturinn var upphaflega unnin fyrir vinnufund hjá Norrænu ráðherranefndinni sem bar heitið „Clean Nordic Oceans“ og var um töpuð veiðarfæri og rusl í hafi og er erindið samantekt á stöðu þessara mála við Ísland.

 

Deila: