Umhverfisdagur atvinnulífsins 2017
Umhverfisdagur atvinnulífsins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 12. október. Dagurinn er að þessu sinni helgaður loftslagsmálum. Sérstakur gestur fundarins er Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands.
Auk Ólafs Ragnars taka þátt Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Samtök fryrirtækja í sjávarútvegi eru meðal þeirra sem að deginum standa.
Þá munu fjórir stjórnendur segja frá því hvað fyrirtækin þeirra eru að gera til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Erna Eiríksdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Eimskip, Svavar Svavarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá HB Granda og Hrefna Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Elkem Ísland flytja erindi.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir einnig umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2017. Umhverfisfyrirtæki ársins verður útnefnt og framtak ársins á sviði loftslagsmála einnig verðlaunað. Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki og Orka Náttúrunnar hafa áður hlotið verðlaunin.
Að aflokinni afhendingu verðlaunanna verður boðið upp á málstofur um ábyrgar fjárfestingar, nýsköpun og loftslagsmál annars vegar og Orkuskipti og orkunýtingu hins vegar.
Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, stýrir dagskránni.
Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan.
Dagskrá málstofa:
Ábyrgar fjárfestingar, nýsköpun og loftslagsmál
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri markaða hjá Landsbanka Íslands
Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri hjá Tryggingamiðstöðinni
Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Klöppum – Grænum Lausnum hf.
Ingvar Ingvarsson, hagfræðingur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu
Umræður og fyrirspurnir
Málstofustjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku
Orkuskipting og orkunýting
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar
Margrét Ormslev, fjármálastjóri, Carbon Recycling International
Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar
Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis, N1
Guðmundur Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku
Umræður og fyrirspurnir
Málstofustjóri er Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri auðlinda HS Orku
Að loknum fundi fer fram netagerð þar sem verður boðið upp umhverfisvæna hádegishressingu. Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.