Aukið eldi í Skutulsfirði háð umhverfismati

Deila:

Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að fiskeldisfyrirtækið Hábrún ehf. á Ísafirði er háð umhverfismati vegna aukinnar framleiðslu fyrirtækisins á regnbogasilungi og þorski í Skutulsfirði. Hábrún ehf. áformar að auka framleiðslu sína í allt að 1.000 tonn, skipt á 900 tonn af regnbogasilungi og 100 tonn af þorski. Fyrirtækið og forveri þess hefur stundað eldi í firðinum síðan 2002.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framleiðsluaukning Hábrúnar ehf. í allt að 1.000 tonna eldi á þorski og regnbogasilungi í Skutulsfirði, geti haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og því er framkvæmdin háð mati á umhverfisáhrifum.
Mynd og frétt af bb.is

 

Deila: