Árangursríkt grálúðuúthald

Deila:

Kap II VE-7 er komin til heimahafnar í Eyjum eftir að hafa stundað grálúðuveiðar við austurströndina frá því í byrjun júlí. Veiðarnar gengu vel og aflinn var alls 660 tonn.

„Kap II landaði á Eskifirði og sótti alla þjónustu þangað og til Reyðarfjarðar. Samstarf við alla aðila þar var mjög gott og verðskulda Austfirðingar bæði hrós og þakkir af því tilefni.

Kap II VE

Eftir árangursríkt grálúðuúthald á Kap II flytja Kristgeir A. Ólafsson skipstjóri og menn hans sig yfir á Glófaxa VE. Vinnslustöðin keypti sem kunnugt er Útgerðarfélagið Glófaxa ehf. sem hefur gert út Glófaxa VE um áratuga skeið. Skipið heitir nú Sleipnir VE-83 og mun Vinnslustöðin gera það út undir því nafni. Sleipnir VE veiðir á næstu mánuðum þorsk, ufsa og skötusel í net,“ segir á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.

 

Glófaxti VE - nú Sleipnir VE. Mynd: Tryggvi Sigurðsson

Glófaxi VE – nú Sleipnir VE. Mynd: Tryggvi Sigurðsson

Deila: