Flutningalandið Ísland
Íslenski sjávarklasinn og Samtök atvinnulífsins efna til ráðstefnunnar Flutningalandið Ísland í Hörpu fimmtudaginn 30. nóvember. Þar verður rætt um hvernig Ísland getur eflt sig sem tengipunkt fyrir alþjóðaflutninga og um leið stuðlað að auknu efnahagssamstarfi þjóða við Norður Atlantshaf.
Ráðstefnan fer fram í salnum Kaldalóni kl. 12-16
Þátttökugjald er kr. 12.900 með léttum hádegisverði, dagskrá og er skráning hér.
Flutningalandið Ísland er vettvangur þar sem koma saman aðilar úr öllum helstu greinum samgangna og flutninga hérlendis. Markmiðið með Flutningalandinu er að auka skilning á mikilvægi flutningakerfisins fyrir samkeppnishæfni þjóðarinnar og efla samstarf á milli aðila í greininni.