Fimm skip á síld í Faxadýpi
Við erum rétt að byrja á þessu, erum búnir að taka tvö hol í Faxadýpinu vestur úr Garðskaganum. Við vorum að koma úr Síldarsmugunni að klára norsk-íslensku síldina þar. Klára kvótann og nú verðum við á íslensku síldinni fram undir jól. Við erum með 3.000 til 4.000 tonna kvóta þar,“ sagði Björgvin Birgisson, skipstjóri á Hákon EA.
Hann sagði að þeir væru komnir með 300 til 400 tonn og hann var að fara að kasta á ný, þegar Kvótinn heyrði í honum. Þá var komið leiðinda veður og þeir búnir að færa sig aðeins vestar út undir 100 mílur. Þeir voru þarna á svipuðum slóðum Beitir og Hoffell og Ásgrímur Halldórs og Jón Eðvalds
Síldin er alveg ágæt um 320 gramma síld, sem þeir flaka og frysta um borð. „Við erum að frysta svona 90 til 100 tonn á sólarhring. Við löndum svo afskurðinum í bræðslu í Helguvík,“ sagði hann og bjó sig undir að kasta.