Engar grundvallar breytingar

Deila:

„Veiðigjald tryggi þjóðinni réttlátan hlut af arðsemi auðlindarinnar og taki tillit til afkomu greinarinnar, réttlátan hlut af arðsemi auðlindarinnar og að þau taki tillit til afkomu. Auðlindagjöld eiga annars vegar að vera greiðsla fyrir aðgang að takmarkaðri auðlind og hins vegar arðgreiðslur af nýtingu hennar. Mikilvægt er að efla hinar dreifðu sjávarbyggðir og viðhalda fjölbreytni í vaxtarmöguleikum til að tyggja afkomuöryggi þeirra.“

Ekki er að sjá miklar breytingar frá núverandi stefn í sjávarútvegsmálum, frá því sem verið hefur og ekki er minnst neinar grundvallar breytingar eins og uppboð aflaheimilda. Greinin um sj´varútveginn fer hér á eftir:

„Íslenskur sjávarútvegur stendur mjög framarlega á alþjóðavísu vegna þeirrar áherslu sem lögð er á sjálfbæra auðlindanýtingu, rannsóknir og þróun. Tryggja þarf samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum og að hann geti áfram staðið að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurðanna. Einnig þarf að stuðla að kolefnisjöfnun greinarinnar, til dæmis með auknum rannsóknum á endurnýjanlegri orku fyrir flotann.

Hafrannsóknir gegna lykilhlutverki fyrir sjálfbæra auðlindanýtingu og þær þarf að efla. Við endurskoðun laga um veiðigjöld þarf að hafa það meginmarkmið að tryggja þjóðinni Innleiddir verða sérstakir aðlögunarsamningar um nýja starfsemi til sveita. Hvatar og stuðningur til að draga úr umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu og kolefnisjafna landbúnaðinn

Veiðigjald tryggi þjóðinni réttlátan hlut af arðsemi auðlindarinnar og taki tillit til afkomu greinarinnar, réttlátan hlut af arðsemi auðlindarinnar og að þau taki tillit til afkomu. Auðlindagjöld eiga annars vegar að vera greiðsla fyrir aðgang að takmarkaðri auðlind og hins vegar arðgreiðslur af nýtingu hennar. Mikilvægt er að efla hinar dreifðu sjávarbyggðir og viðhalda fjölbreytni í vaxtarmöguleikum til að tryggja afkomuöryggi þeirra. Vega þarf og meta fyrirkomulag þeirra aflaheimilda sem ríkið fer með forræði yfir, þ.m.t. strandveiða, með það að markmiði að tryggja betur byggðafestu og nýliðun. Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein sem felur í sér tækifæri til atvinnuuppbyggingar en þarf að byggja upp með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað. Samhliða vexti greinarinnar þarf að tryggja nauðsynlegar rannsóknir og eðlilega vöktun áhrifa á lífríkið. Eftir því sem fiskeldinu vex fiskur um hrygg þarf að ræða framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku vegna leyfisveitinga.“

Deila: