Maður hvíldi sig bara í október

Deila:

Akureyringurinn Siguróli Kristjánsson er maður vikunna á Kvótanum í dag. Hann hefur unnið hjá ÚA síðan 1982 og stundaði knattspyrnu með Þór á Akureyri á yngri árum. Útgerðarfélag Akureyringa er nú í eigu Samherja.

Nafn?

Siguróli Kristjánsson.

Hvaðan ertu?

Akureyri.

Fjölskylduhagir?

Kvæntur Elfu Björk Ragnarsdóttur og eigum við fjögur uppkomin börn.

Hvar starfar þú núna?

Verkstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

1982 hjá Útgerðarfélagi Akureyringa.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er svo margt. Það er til dæmis þessi afkastahvati og samvinna við að ná settu marki.

En það erfiðasta?

Mannlegur breyskleiki.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ég held að sé þegar vatnsslagurinn í móttökunni endaði á sjávarútvegsráðherranum Halldóri Ásgrímssyni. Hann tók loka bununa í selskinnsjakkann fína, en hristi það bara vel af sér.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ætli ég verði ekki að nefna þrjá menn. Í upphafi Frímann Frímannsson, svo Ómar Aspar og svo Gunnar Larsen.
Hver eru áhugamál þín?

Ég hef mikinn áhuga á öllum íþróttum og þar er knattspyrnan efst á blaði. Hef líka gaman af pólitík. Var í boltlanum á sumrin hér áður fyrr, en þá var mest að gera, mestur aflinn að berast að landi og vinnudagurinn langur. Þá hvíldi maður sig bara í október.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Rauður kjúklingur að hætti Elfu.

Hvert færir þú í draumfríið?

Ég færi annað hvort til Liverpool á Anfield Road til að liggja þar á grasinu í mánuð eða til Króatíu.

 

 

Deila: