Blessað veðrið oft erfitt

Deila:

Fiskflutningar landleiðina með stórum flutningabílum eru eru snar þáttur í starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja hér á landi. Þeir flytja fiskinn til kaupenda frá mörkuðum og frá löndunarstað til fiskverkunar. Eitt þeirra fyrirtækja, sem sinnir þessum mikilvægu verkefni er flutningafyrirtækið Ragnar og Ásgeir á Snæfellsnesi. Grundfirðingurinn Ásgeir Þór Ásgeirsson, flutningabílstjóri er maður vikunnar á kvótanum að þessu sinni.

Nafn?

Ásgeir Þór Ásgeirsson

Hvaðan ertu?

Grundarfirði.

Fjölskylduhagir?

Kona og tvö börn. Strákur og stelpa

Hvar starfar þú núna?

Hjá Ragnar og Ásgeir ehf. Snæfellsnesi. 

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Formlega 26 maí 2006 þegar ég hóf störf sem bílstjóri hjá Ragnar og Ásgeir við akstur á ferskum fiski af mörkuðum, skipum og sjávarútvegsfyrirtækjum á Snæfellsnesi. 

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Ég myndi segja að það væri Lífið á höfnum landsins og maður kynnist alltaf einhverjum nýjum. 

En það erfiðasta?

Það er blessað veðrið. Hvorki sjómenn eða bílstjórar ráða við það. 

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Man ekki eftir neinu sérstöku. 

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Enginn sérstakur. Allt frábært fólk sem ég hef unnið með. 

Hver eru áhugamál þín?

Fjölskyldan, útilegur, ferðast, Fótbolti og vera með góðum vinum.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambahryggur, kjötsúpa, önd, dádýr og steikur. Finnst líka mjög gaman að elda sjálfur fyrir fjölskyldu og vini. 

Hvert færir þú í draumfríið?

Hawaii, hef heyrt að það sé fínt þar. 

 

Deila: