Vottorðs um rekjanleika krafist

Deila:

Nýjar reglur bandarískra yfirvalda um rekjanleika sjávarafurða taka gildi um næstu áramót og verður þá gerð krafa um rekjanleikavottorð vegna tiltekinna sjávarafurða, m.a. þorsks.

Þær fisktegundir sem krafist verður upplýsinga um eru m.a. þorskur, háfur og aðrar hákarlategundir, sæbjúga og  túnfiskur. Tímasetning á reglu um rekjanleika sæeyra og rækju hefur enn ekki verið auglýstur.

Frá þessu er greint í frétt frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Þar segir ennfremur:

Listi yfir sjávardýrategundir sem eru á lista Bandaríkjanna:

*Abalone, Atlantic Cod, Blue Crab (Atlantic), Dolphinfish (Mahi Mahi), Grouper, King Crab (red), Pacific Cod, Red Snapper, Sea Cucumber, Sharks, *Shrimp, Swordfish and Tunas (Albacore, Bigeye, Skipjack, Yellowfin, and Bluefin).

Innflytjendur sjávarafurða í Bandaríkjunum verða krafnir um gögn sem tryggja eiga að rekja megi afurðir sem undir reglurnar alla virðiskeðjuna, til baka til veiðiskips.

Reglur Bandaríkjanna fela ekki í sér sérstakar kröfur á stjórnvöld viðkomandi ríkja, en engu að síður verður á vef Fiskistofu  hægt að sækja um sérstakt rekjanleikavottorð fyrir Bandaríkjamarkað sem rekja afurðir til löndunar veiðiskips.

Í viðbót við ofangreint rekjanleikavottorð Fiskistofu  þurfa útflytjendur/innflytjendur að geta rakið afurðir sem í farminum eru til frameiðenda.

Kjósi útflytjendur að styðjast við önnur vottuð rekjanleikakerfi fyrirtækis frekar en rekjanleikavottorð Fiskistofu er þeim heimilt að gera það, en eru hvattir til að vera í sambandi við sína innflytjendur til að tryggja að viðkomandi rekjanleikakerfi uppfylli kröfur stjórnvalda í Bandaríkjunum.

Útflytjendur eru hvattir til að kynna sér þessar reglur og hafa samband við innflutningsaðila í Bandaríkjunum til að tryggja að réttar og fullnægjandi upplýsingar fylgi sendingum sjávarafurða frá Íslandi frá og með árslokum 2017.

 

Deila: