Greiða atkvæði um úrsögn úr SSÍ og ASÍ
Félagsfundur Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur kýs um það í kvöld, hvort félagið eigi að segja sig úr Alþýðusambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands. Þessi atkvæðagreiðsla byggist að einhverju leyti á óánægju SVG með samskipti félgsins við bæði samböndin í kjaradeilunni síðasta vetur og í kjölfar hennar.
Félagsfundurinn verður haldinn í dag, miðvikudaginn 13. desember nk. kl. 20:00 á Sjómannastofunni Vör.
Fundarefni:
1. Lögð verður fram tillaga stjórnar SVG um allsherjaratkvæðagreiðslu um úrsögn úr Alþýðusambandi Íslands.
2. Lögð verður fram tillaga stjórnar SVG um allsherjaratkvæðagreiðslu um úrsögn úr Sjómannasambandi Íslands.
Á fundinum verða kynntar tillögur stjórnar um að fram fari allsherjaratkvæðagreiðslur um úrsögn úr ASÍ og SSÍ. Að loknum umræðum verður kosið um tillögurnar.
Á myndinni er Einar Hannes Harðarson, formaður SVG.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason