Fiskeldisblaðið komið út
Fyrsta tölublað Fiskeldisblaðsins leit dagsins ljós nú fyrir áramótin. Blaðinu var dreift á öll póstföng bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum. Auk þess hefur blaðinu verið dreift til fyrirtækja og stofnanna sem tengjast greininni með einum eða öðrum hætti. Freyr Einarsson er ritstjóri og útgefandi blaðsins en Fiskeldisblaðið er gefið út í samstarfi við Landssamband Fiskeldisstöðva. Áætlað er að níu tölublöð Fiskeldisblaðsins komi út árið 2018.