Loðna og kolmunni halda heildaraflanum uppi

Deila:

Afli íslenskra skipa árið 2017 var 1.176,5 þúsund tonn sem er 107 þúsund tonnum meiri afli en landað var árið 2016. Aukið aflamagn á milli ára má nær eingöngu rekja til meiri loðnu og kolmunnaafla en tæp 197 þúsund tonn veiddust af loðnu á síðasta ári samanborið við 101 þúsund tonn árið 2016. Tæp 229 þúsund tonn veiddust af kolmunna samanborið við tæp 187 þúsund tonn árið 2016. Botnfiskafli nam tæpum 429 þúsund tonnum á síðasta ári sem er 6% minni afli en árið 2016. Að venju er þorskaflinn uppistaðan í botnfiskaflanum en tæp 253 þúsund tonn veiddust af þorski á síðasta ári sem er 4% minna en árið 2016. Flatfiskaflinn dróst saman um 8% milli ára og var tæp 22 þúsund tonn á síðasta ári. Afli skel- og krabbadýra nam 10,4 þúsund tonnum árið 2017 samanborið við 12,7 þúsund tonn árið 2016.

Í desembermánuði var fiskaflinn rúm 70 þúsund tonn sem er 18% meiri afli en í desember 2016. Aflamagn í desember var meira en árið áður í öllum lykiltegundum nema karfa og síld, en verkfall sjómanna sem hófst 14 desember 2016 hefur áhrif þar á.

Fiskafli
  Desember   Janúar-desember  
  2016 2017 % 2016 2017 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala         55,0             66,4     20,7      
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 59.576 70.214 18 1.069.855 1.176.545 10
Botnfiskafli 26.364 32.272 22 456.944 428.960 -6
  Þorskur 15.907 20.023 26 264.358 252.751 -4
  Ýsa 2.291 2.959 29 38.585 36.193 -6
  Ufsi 2.630 3.973 51 49.633 49.349 -1
  Karfi 4.093 3.391 -17 63.656 58.547 -8
  Annar botnfiskafli 1.441 1.926 34 40.712 32.120 -21
Flatfiskafli 803 961 20 23.939 21.926 -8
Uppsjávarafli 32.160 36.602 14 576.166 715.219 24
  Síld 13.308 5.186 -61 117.615 124.270 6
  Loðna 0 0 101.089 196.832 95
  Kolmunni 18.852 31.416 67 186.915 228.928 22
  Makríll 0 0 170.541 165.188 -3
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 5 0 -93
Skel-og krabbadýraafli 250 379 52 12.720 10.406 -18
Annar afli 0 0 86 35 -60

 

Deila: