40.000 tonna kvóti á klóþangi

Deila:

Hafrannsóknastofnun ráðleggur í samræmi við varúðarsjónarmið að heildartekja klóþangs í Breiðafirði árin 2018– 2022, verði ekki meiri en 40 þús. tonn á ári.

Stofnstærðarmat, framkvæmt í Breiðafirði, bendir til að um 1.37 milljón tonn af klóþangi sé í firðinum. Í ljósi varúðarsjónarmiða miðast ráðgjöf við 3% af því mati. Verði þangtekja samkvæmt þessu mun það leiða til um það bil tvöföldunar á magni klóþangs sem tekið er árlega úr Breiðafirði. Þetta nýtingarhlutfall er þó mun lægra en miðað er við í Kanada (Ugarte & Sharp 2012), enda er vöxtur klóþangs hægari hér við land.

Síðan 1975 hefur klóþangs eingöngu verið aflað í Breiðafirði. Uppskeran hefur frá 1980 oftast verið á bilinu 10– 18 þús. tonn á ári.

Klóþang uppskera

 

Deila: