Enginn dagur eins
Maður vikunnar á Kvótanum er Árdís Inga Höskuldsdóttir, verkstjóri hjá Ísfélagi Vestmanneyja á Þórshöfn. Þar Ísfélagið með mikla vinnslu á uppsjávarfiski og var til dæmis verið að frysta loðnu þar í lok janúar. Árdís hefur unnið við sjávarútveg og fleira frá 16 ára aldri. Hana langar til Afríku og Indlands í draumafríið.
Nafn?
Árdís Inga Höskuldsdóttir.
Hvaðan ertu?
Sveitabænum Höfða rétt fyrir utan Raufarhöfn.
Fjölskylduhagir?
Einhleyp.
Hvar starfar þú núna?
Verkstjóri hjá Ísfélagi Vestmanneyja á Þórshöfn.
Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?
Fyrst þegar ég var 16 ára í frystihúsinu á Raufarhöfn svo hef ég verið með annan fótinn í sjávarútvegi gegnum árin, hef unnið hjá Ísfélaginu síðan 2012 sem verkstjóri.
Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?
Alltaf nýjar uppákomur á hverjum degi og aldrei neinn dagur eins.
En það erfiðasta?
Stundum er stress í kringum þetta. En það þurfa að koma dagar sem eru niður á við alveg eins og dagar sem eru upp, sem gera þetta bara skemmtilegt.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?
Myndi segja að það væri hvað maður er kynnist mörgu mismunandi fólki í þessu sem kemur til dæmis á vertíðar allstaðar að úr heiminum með mismunandi sýn á hluti sem eru stundum misskrýtnir.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?
Hef alltaf átt svo góða vinnufélaga sem hafa kennt mér svo mikið og eru allir metnir í gulli.
Hver eru áhugamál þín?
Ferðast, læra nýja hluti og vera með skemmtilegu fólki og vera jákvæð og hamingjusöm.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Villibráð og því sem fylgir.
Hvert færir þú í draumfríið?
Færi í ferð um Afríku og Indland í nokkra mánuði.