Samið við kokkalandsliðið á ný

Deila:

Íslandsstofa og Ábyrgar fiskveiðar endurnýjuðu á dögunum samstarfssamning sinn við kokkalandsliðið og verða áfram bakhjarlar liðsins.

Samningurinn snýr að kynningu á Íslandi sem upprunalandi hreinna og heilnæmra afurða á erlendum vettvangi, sem og að halda á lofti gæðum og árangri íslenskra kokka. Kokkalandsliðið mun taka þátt í einstökum verkefnum Íslandsstofu tengdum komu erlendra blaðamanna til Íslands og kynningu á íslenskum matvælum erlendis. Næsta stórmót liðsins er heimsmeistaramótið í matreiðslu, sem haldið verður í Luxemborg í nóvember.

 

Deila: