Öryggishandbók SFS á netið

Deila:

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa gefið úr öryggishandbók á netinu sem er ætlað að vera uppflettirit fyrir starfsfólk sem sinnir öryggismálum í fiskvinnslum. Strax í upphafi vinnunnar var ákveðið að bókin yrði aðgengileg á vef samtakanna þar sem stjórnendur, öryggisstjórar eða öryggisfulltrúar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum gætu nálgast hana.

SFS leggja mikla áherslu á að aðildarfyrirtæki samtakanna sinni öryggis-, heilbrigðis- og vinnu­verndar­málum, með það að leiðarljósi að fækka slysum og óhöppum í atvinnugreininni og hafa fyrirtækin hlúð vel að þeim þætti á undanförnum árum.

Stofnaður var sérstakur öryggishópur með fulltrúum frá aðildarfyrirtækjum SFS sem sá um gerð handbókarinnar. Ráðgjafi var verkfræðistofan Verkís sem vann náið með öryggishópnum.Efni bókarinnar byggist á almennu efni um öryggismál, ásamt áhættu­mati og upplýsingum frá fyrirtækjunum sjálfum. Leitað var til fjölmargra aðila um efni svo sem Samorku, Landsnets, Orkuveitu Reykjavíkur, RARIK, Umhverfis­stofnunar, Rauða kross Íslands og fleiri.

Rannsóknarsjóður Síldarútvegsins styrkti verkefnið.

Öryggisbókina er hægt að sækja á slóðinni http://www.sfs.is/grein/oryggishandbokin-saekja

 

Deila: