Salmones Friosur s.a. í söluferli

Deila:

HB Grandi hf. á 20% hlut í eignarhaldsfélaginu Deris S.A. í Síle. Deris á sjávarútvegsfélögin Friosur og Pesca Chile. Félögin reka fiskiðjuver, gera út tvo frystitogara, þrjú línuskip sem frysta aflann og þrjá ísfisktogara. Að auki á Deris fiskeldisfyrirtækið Salmones Friosur S.A. sem rekur laxeldisstöðvar í Síle. Deris S.A. hefur falið Larrain Vial, fjárfestingarbanka í Síle að leita eftir óskuldbindandi tilboðum (non binding offers) í Salmones Friosur S.A. .

Hagnaður af rekstri Deris árið 2016 var 22,5 m€ og áhrif félagsins á rekstur HB Granda hf. voru jákvæð um 4,5 m€. Hlutdeild HB Granda í afkomu félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins 2017 var jákvæð um 3,1 m€.

Bókfært verð eignar HB Granda hf. í Deris S.A. var 22,3 m€ í lok september 2017.

 

Deila: