Ákvörðun um framhald hvalveiða kynnt á morgun

Deila:

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hyggst greina frá ákvörðun sinni um framhald hvalveiða að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum á morgun. RÚV greinir frá þessu. Veiðar voru stöðvaðar 20. júní síðastliðinn, daginn áður en þær áttu að hefjast.

Þær voru stöðvaðar á grundvelli skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala og álits fagráðs um velferð dýra. Veiðiaðferðirnar þóttu ekki samræmast lögum um dýravelferð. Bannið gildir til 1. september.

Deila: