Jón Kjartansson klár eftir breytingar

Deila:

Seint í gærkveldi hélt hinn nýi Jón Kjartansson SU 111 frá Akureyri áleiðið til heimahafnar á Eskifirði og mun stefnan vera sett á loðnuveiðar á allra næstu dögum.  Skipið hefur verið í miklum breytingum frá því í byrjun nóvember hjá Slippnum á Akureyri.

Eru þær helstar að settur hefur verið nótabúnaður i skipið sem ekki var áður, búin var til nótaskúffa  settur niðurleggjari, ný kraftblökk og nótarör ásamt öðrum verkum sem tengjast svona stóru verki en alls tók verkið á þriðja mánuð.

Skipið var keypt frá Skotlandi á síðasta ári og hét Carisma LK 362 og er 70.7 metrar á lengd 14.5 á breidd og 2424 brúttótonn. það er smíðað árið 2003 og er nánast eins og nýtt allar vistarverur mjög glæsilegar sem og brúin sem er vel búinn tækjum.

Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni.

Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni.

Frekari myndir má sjá á skipa- og bátasíðunni http://thorgeirbald.123.is/

 

 

Deila: