Beitir tekur kolmunnatroll frá Voninni

Deila:

Beitir NK var í Fuglafirði í Færeyjum nú nýlega og tók þar um borð nýtt kolmunnatroll frá Voninni. Um er að ræða sérstakt Capto 2304 metra troll. Auk þess tók Beitir 86 metra poka með fiskiskilju.

Samkvæmt frétt frá Voninni er þetta fyrsta trollið af mörgum sem netagerðin selur íslenskum skipum fyrir kolmunnavertíðina sem framundan er. Börkur NK og Bjarni Ólafsson AK hafa einnig verið viðskiptavinir færeysku netagerðarinnar til margra ára.

Deila: