Fiskeldi vaxandi hluti íslensks sjávarútvegs

Deila:

„Fiskeldi er vaxandi hluti íslensks sjávarútvegs sem felur í sér aukin tækifæri til verðmætasköpunar.“ Þannig er komist að orði í ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var nú um helgina. Ályktunin var samþykkt samhljóða.

Hér á eftir fer sá kafli ályktunarinnar, sem fjallaði um fiskeldi, í heild sinni:

„Fiskeldi er vaxandi hluti íslensks sjávarútvegs sem felur í sér aukin tækifæri til verðmætasköpunar. Við frekari uppbyggingu ber að leggja áherslu á góða umgengni ásamt mótvægisaðgerðum, í samræmi við vistkerfisnálgun, svo að álag á vistkerfi sé lágmarkað og réttur komandi kynslóða tryggður. Jafnframt er mikilvægt að við uppbyggingu greinarinnar verði sjálfbær þróun höfð að leiðarljósi þar sem tillit er tekið til umhverfis-, rekstrar- og samfélagslegra þátta. Byggt skal á ráðgjöf færustu vísindamanna og alþjóðlega viðurkenndum aðferðum við uppbyggingu fiskeldis og verndun umhverfisins. Tryggja þarf að fiskeldi ógni ekki villtum íslenskum laxa- og silungastofnum. Þannig er mögulegt að ná sem víðtækastri sátt um frekari uppbyggingu fiskeldis til framtíðar á Íslandi.“

 

Deila: