Minni fiskafli við Færeyjar

Deila:

Landanir á ferskum fiski, öðrum en uppsjávarfiski, í Færeyjum fyrstu tvo mánuði ársins námu 10.277 tonnum. Það er samdráttur um 1.166 tonn eða 10,2%. Verðmæti landaðs afla var rétt tæplega tveir milljarðar króna. Það er samdráttur um tæpar 600 milljónir íslenskra króna, eða 22,7%.

Alls var landað 9.139 tonnum af botnfiski, sem er samdráttur um 7,3%. Þorskaflinn varð aðeins 2.185 tonn, sem er 1297 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Það er fall um 37,2%. Ýsu afli varð 695 tonn, em er samdráttur 29,1% Veiðar af ufsa gengu mun betur og af honum bárust rétt ríflega 5.000 tonn á land. Það er vöxtur um 28,5%. Verðmæti þessara tegunda hefur svo lækkað eða hækkað í svipuðu hlutfalli og magnið.

Flatfiskafli varð 415 tonn, sem er 39% samdráttur. Mestu munar þar um grálúðu, en afli af henni dróst saman um 224 tonn eða 47%.

Lækkun á aflaverðmæti upp á 22,7%, hlutfallslega tvöfalt meiri en samdráttur í magni, skýrist að mestu leyti af tilfærslu milli tegunda; Aukning í verðminni tegundum eins og ufsa en sadráttur í þeim verðmeiri eins og þorski og ýsu

Deila: