Löng loðnuvertíð hjá Loðnuvinnslunni

Deila:

Alls var tekið á móti um 30 þúsund tonnum af loðnu hjá Loðnuvinnslunni hf. á vertíðinni sem nú er lokið. Af því var um 21 þúsund tonn af erlendum bátum.

Vertíðin var í lengra lagi því fyrsti báturinn, Endre Dyroy landaði þann 21. janúar og síðasti farmurinn kom af Hoffelli 23. mars. Lokið var við að frysta hrogn á sunnudaginn 25. mars, en ennþá er verið að bræða í fiskimjölsverksmiðjunni. Á myndunum má sjá Norska skipið Knester og Færeyska skipið Júpíter sem báðir lönduðu hjá Loðnuvinnslunni á vertíðinni.
Norkur loðubátur Endre Diroy

Deila: