Huginn lengdur í Póllandi

Deila:

Huginn VE er á leið til Póllands. Skipið fer í endurbætur í skipasmíðastöðinni Alkor í Gdansk. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins segir í samtali við Eyjar.net að skipið verði lengt auk þess sem að sandblástur sé fyrirhugaður á öllu skipinu.

„Lengingin verður 7,2 metrar og er stækkun á lestarrými ca 600m3.” segir Páll. Verklok eru áætluð um miðjan ágúst.

Huginn VE 55 var smíðaður árið 2001 í Chile. Huginn er vinnsluskip og fjölveiðiskip sem fiskar bæði í nót og flottroll. Skipið veiðir einungis uppsjávarfisk. Hér má sjá teikningu af Huginn eftir lengingu.
Huginn VE teikning af lengingu

 

Deila: