Aðalfundur HB Granda haldinn í maí
Aðalfundur HB Granda hf. verður haldinn föstudaginn 4. maí 2018 í matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 17:00. Fundurinn fer fram á íslensku.
Dagskrá
- Venjuleg aðalfundarstörf skv. 4.11 gr. í samþykktum félagsins.
- Önnur mál.
Aðrar upplýsingar
Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar á netfangið adalfundur@hbgrandi.is með það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 17:00 þriðjudaginn 24. apríl 2018, þ.e. 10 dögum fyrir fundinn.
Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað.
Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta:
- a) veitt öðrum skriflegt umboð
- b) greitt atkvæði skriflega
Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins.
Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Framboðum skal skila á skrifstofu HB Granda, Norðurgarði 1 eða á netfangið adalfundur@hbgrandi.is. Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir aðalfundinn.
Dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og tillögur verða hluthöfum tiltæk á íslensku, á heimasíðu félagsins og á skrifstofu félagsins á venjulegum skrifstofutíma, frá og með 20. apríl 2018. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn.
Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn má finna á vefsíðu félagsins www.hbgrandi.is