Sjávarútvegsráðherra Breta heimsækir Færeyjar

Deila:

George Eustice, ráðherra sjávarútvegsmála á Bretlandi, er nú í opinberri heimsókn í Færeyjum. Hann verður í eyjunum í dag og á morgun í boði Høgna Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja.

Strax eftir að Eustice lendir í Færeyjum verður haldið til Klakksvíkur, þar sem snæddur verður hádegisverður á Kósini og fundað með fulltrúum helstu sviða sjávarútvegsins. Að því loknu mun ráðherrann skoða uppsjávarveiðiskip.

Síðan liggur leiðin á Glyvrar þar sem fiskvinnslufyrirtækið Bakkafrost verður heimsótt. Kvöldverð snæðir ráðherrann í Runavík og heldur loks til Þórshafnar með varðskipinu Brimli.

Í fyrramálið ræðir Eustice við Aksel V. Johannesen, lögmann Færeyja og síðan við Poul Michelsen, utanríkis- og atvinnumálaráðherra. Loks fundar hann með starfsbróður sínum Høgna Hoydal í Tinganesi og að loknum þeim fundi verður fulltrúum fjölmiðla boðið að hitta ráðherrana og greint verður frá þeim málum sem rædda hafa verið í heimsókninni.

Deila: