Öll skip í ferilvöktun

Deila:

Öll íslensk skip eru í ferilvöktun hjá Vaktstöð siglinga svo hægt sé að bregðast við ef alvarlegir atburðir koma upp um borð. Ef ferilvöktun skips verður óvirk og ekki næst samband við skipið sendir stjórnstöð Landhelgisgæslunnar björgunaraðila til aðstoðar.

Skip í grenndinni eru gjarnan fyrst á vettvang. Landhelgisgæslan kallar þau upp á VHF talstöðvarás 16, sem er neyðarrás skipa. Þannig hafa margir sjómenn bjargað öðrum sjómönnum úr háska. Því er mikilvægt að allir sjómenn hlusti ávallt á rás 16. Mörgum mannslífum hefur verið bjargað fyrir tilstuðlan ferilvöktunarinnar og samstarfsins við íslenska sjómenn. Landhelgisgæslan og Neyðarlínan eru afar stolt af þeim árangri.

Árið 2017 var fjórða árið frá upphafi mælinga sem enginn íslenskur sjómaður lætur lífið úti á sjó og á ferilvöktunarkerfið stóran þátt í þeim góða árangri.

 

Deila: