Kolmunni hélt uppi fiskaflanum í júní

Deila:

Fiskafli íslenskra skipa í júní var rúmlega 53 þúsund tonn sem er 27% meira en heildaraflinn í júní 2016. Aukningin skýrist að öllu leyti af kolmunaafla, en í júní veiddust rúm 15,5 þúsund tonn af kolmunna samanborið við tæp 2 þúsund tonn í júnímánuði í fyrra. Botnfiskafli dróst saman um 8% milli ára en tæp 33 þúsund tonn veiddust af botnfisktegundum samanborið við tæp 36 þúsund tonn í júní 2016. Rúm 18 þúsund tonn veiddust af þorski sem er 3% meira en í júní 2016.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júlí 2016 til júní 2017 var rúmlega 1,1 milljón tonn sem er um 5% meira en yfir 12 mánaða tímabili ári fyrr.

Í veftöflum má sjá að miðað við fimm ára meðaltal afla júnímánaðar 2012-2016 er aflinn í júní 2017 um 0,7% yfir meðaltali. Þar má einnig reikna að afli aflamarksbáta var 1,2% meiri í júní en að meðaltali í sama mánuði síðustu fimm ár og afli strandveiðibáta var 5%  minni.

Verðmæti afla í júní metið á föstu verðlagi var 7,2% minna en í júní 2016.

Fiskafli
Júní Júlí-júní
2016 2017 % 2015-2016 2016-2017 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala         68,5         63,6 -7,2
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 41.880 53.019 27 1.065.198 1.118.522 5
Botnfiskafli 35.510 32.824 -8 454.156 411.304 -9
  Þorskur 17.759 18.304 3 257.990 241.703 -6
  Ýsa 1.778 1.778 0 41.025 35.323 -14
  Ufsi 5.926 4.565 -23 48.270 46.653 -3
  Karfi 4.575 4.178 -9 62.517 55.461 -11
  Annar botnfiskafli 5.472 3.999 -27 44.354 32.163 -27
Flatfiskafli 2.900 3.244 12 25.047 20.778 -17
Uppsjávarafli 2.385 16.146 577 573.475 676.993 18
  Síld 95 42 -56 112.165 110.651 -1
  Loðna 0 101.089 196.832 95
  Kolmunni 2 15.581 193.405 201.454 4
  Makríll 2.288 565 -75 166.784 168.050 1
  Annar uppsjávarfiskur 0 32 5 -83
Skel-og krabbadýraafli 1.064 742 -30 12.455 9.381 -25
Annar afli 22 21 -6 64 66 2

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

 

Deila: