Sex af 12 löxum úr eldi

Deila:

„Haustið  2017  bárust  Hafrannsóknastofnun  12  laxar  til  greiningar  á  mögulegum  eldisuppruna.
Veiddust  þeir  í  tveimur  ám  á  Vestfjörðum;  11  í  Mjólká  í  Arnarfirði  og  einn  í  Laugardalsá  í
Ísafjarðardjúpi. Sex laxar úr Mjólká og laxinn úr Laugardalsá báru  eldiseinkenni.
Eldisuppruni þessara fiska var staðfestur með erfðagreiningu.
Kynþroskastig eldislaxa benti til að þeir stefndu á hrygninguseinna um haustið.
Á eldislöxum greindust laxalús og var fjöldi þeirra frá einni til 39 lýs.“

Þetta er niðurstöður greiningar á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á
Vestfjörðum árið 2017. Greiningin er unnin fyrir Hafrannsóknastofnun.
Í greiningunni segir ennfremur svo:

„Haustið 2017 bárust Hafrannsóknastofnun 12 laxar frá eftirlitsmanni Fiskistofu til greiningar á
uppruna vegna gruns um að strokulaxa úr eldi væri að  ræða. Eftirlitsmaður Fiskistofu hafði veitt
11 laxa í Mjólká í Borgarfirði (innfjörður Arnarfjarðar) og fengið einn lax hjá veiðimanni sem hafði
verið að veiðum í Laugardalsá.

Á Hafrannsóknastofnun voru laxarnir ljósmyndaðir, kyngreindir, mældir (lengd og þyngd), og útlit
metið.  Skemmdir  uggar  og  sporðar  og  samgróningar  milli  líffæra,  sem  til  verða  eftir
bólusetningu, geta verið vísbendingar um hvort að um eldisuppruna sé að  ræða. Kynþroski
fiska var metinn með hliðsjón af greiningarkerfi Dahl (1917) þar sem kynþroskastig þrír til fimm
bendir til að fiskur stefni á hrygningu að hausti. Magainnihald var kannað.
Lýs voru taldar á flestum löxum og sendar til greiningar hjá Fisksjúkdómadeild Tilraunastöðvar
Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Holdastuðull Fulton‘s (Ricker 1975) var reiknaður.

Erfðasýni voru tekin og send til greiningar hjá Matís ohf. þar sem laxar voru erfðagreindir með 15
örtunglum  (SalSea  erfðamörk).  Uppruni  laxa  var  metinn  með  forritinu  STRUCTURE  sbr.
aðferðafræði  sem lýst er í  skýrslu Leós Alexanders Guðmundssonar o.fl.  (2017). Sýnin voru borin
saman við arfgerðir eldislaxa af norskum uppruna (Sagastofn) og náttúrulegra íslenskra laxa
(> 100 fiskar í hvorum hópi).“

Deila: