Þrír bátar hafa náð 12 daga veiði

Deila:

Að loknum 12 veiðidögum sem heimilt er að stunda strandveiðar í hverjum mánuði hafa þrír bátar náð að nýta alla dagana.  Græðir BA og Kolga BA á svæði A og Natalía NS á svæði C sem er jafnframt aflahæstur þeirra 383 báta sem byrjaðir eru veiðar samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Tíu aflahæstir á strandveiðum að loknum 12 veiðidögum:

Strandveiðar staða í maí

Afli á strandveiðum stendur nú í 1.319 tonnum sem er fimmtungs minnkun frá í fyrra.  Meðaltal afla á hvern bát er hins vegar aðeins 207 kg minna en í fyrra, munar 6%.

Gera má ráð fyrir að fleiri sláist í hóp þeirra þriggja sem náð hafa 12 veiðidögum í mánuðinum þar sem enn eru 4 dagar í næstu strandveiðiviku.

Strandveiðar staða í maí eftir 12 daga

 

 

 

Deila: